Dimbilvika, stundum einnig talað um kyrrudaga, hefst á pálmasunnudag og líkur á páskadag. Þessa viku tileinkum við kyrrð, íhugun og endurnæringu hið innra sem ytra fyrir gleðidagana sem taka við á páskadag.

Dagana 14., 15. og 16. apríl ætlum við að róa huga og minnka álag, og bjóða upp á Jóga nidra í samstarfi við Om-setrið, kl.16:30 í Ytri – Njarðvíkurkirkju

Jóga nidra er dekur fyrir huga, líkama og sál. Jóga nidra nærir aldlegt jafnvægi, líkaminn heilar sig og hugurinn núllstillir sig. Við kyrrum huga okkar og öndum okkur leið inn í líkamann til að losa um hindranir og höft líkama og huga. Joga Nidra er djúp slökun í liggjandi hugleiðslu, sem hjálpar til við spennulosun og að sveigja frá hindrunum mannshugans sem á það til að draga úr okkur kraft til að takast á við hið dagsdaglega amstur.

Eina sem þátttakendur þurfa að gera er að mæta, hvort sem það er í vinnufötum, fínum fötum eða náttfötum. Liggja á jógadýnu með teppi og púða og vera leiddur inn í djúpa og endurnærandi slökun.

Ef þú átt dýnu, púða og teppi endilega taktu það með, annars verðum við með auka á staðnum. Gott að koma hlýlega klæddur í góðum sokkum.

Verið hjartanlega velkomin í Ytri -Njarðvíkurkirkju.

Engin aðgangseyrir

Share This Story, Choose Your Platform!