Leikjanámskeið fyrir 6-8 ára börn í eina viku frá þriðjudeginum 10. júní til föstudagsins 13. júní frá kl. 8:30-16:00.
Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Miðað er við að börnin hafi lokið 1. bekk.
Það verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Farið í ýmsa leiðangra í nágrenninu. Boðið upp á fjölbreytta inni og útileiki, íþróttir, föndur, söng og ýmsar stöðvar í frjálsu vali svo fátt eitt sé nefnt. Markmið okkar er að efla sjálfstraust barnanna og valdefla í gegnum leik og fræðslu, og stuðla að vináttu og kærleika.
Á hverjum degi munum við hafa fræðslu um lífið og tilveruna út frá kristilegum gildum.
Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða þrjár nestistundir yfir daginn.
Gott að börnin hafi með sér merktan vatnsbrúsa, bakpoka og séu klædd eftir veðri.
Boðið verður upp á pylsu, djús og íspartý í hádeginu á lokadegi námskeiðsins.
Þátttökugjaldið er greitt á sama tíma og barnið er skráð á námskeiðið.
Skráning er gild þegar greiðsla hefur borist. 15.000 kr á barn og veittur er systkinaafsláttur; 50% með öðru barni.
Lagt inn á bankareikning kirkjunnar: 0133-15-009935 / kt 6601695639. Sendið kvittun á halla@njardvikurkirkja.is
Tveir starfsmenn halda utan um leikjanámskeið. Halla Marie Smith tómstundafræðingur og æskulýðsfulltrúi í Njarðvíkursókn.
Kristín Björt Sævarsdóttir kennaranemi og sjúkralið. Auk þess verða ungleiðtogar með á námskeiðinu.
Dagská
8:30 – Húsið opnar
9:00 – Morgunstund – Dagská dagsins kynnt – Morgunbæn og signum saman – Inni
9:30 – Nestistími – Inni
9:50 – Mismunandi stöðvar – Inni
11:30 – Nestisstími (Hádegismatur) – Inni eða úti
12:00 – Mismunandi dagsá – Leikir /verkefni / Þema – Inni eða úti
14:30 – Nestisstími– Inni eða úti
15:00 – Lokastund – Þá er framhaldssaga lesin, sungið saman – Inni
16:00 – Námskeiðinu lýkur
