Njarðvíkursókn
Njarðvíkursókn býður uppá fjölbreytta þjónustu og samfélag í ört stækkandi bæjarfélagi. Undir sóknina heyra Ytri-Njarðvíkurkirkja og Njarðvíkurkirkja. Auk þess er Kirkjuvogskirkja innan Njarðvíkurprestakalls og því þjónustað af prestum sóknarinnar.
Markmið kirkjunnar er að vera sóknarbörnum öruggt skjól í lífsins stormum, ganga með þeim í sorg og samfagna með þeim á gleðistundum lífsins.
Æðsta boðorð Jesú Krists er boðorð kærleikans, en um það boð kjarnast allt okkar starf.
Í Njarðvíkursókn eru tvær kirkjur, Njarðvíkurkirkja sem er í Innri-Njarðvík og Ytri-Njarðvíkurkirkja sem er í Ytri-Njarðvík.