Loading Events

« All Events

Fermingarfræðsla

mars 18 @ 10:00 22:00

Skyldumæting í fermingarfræðslu Fræðslan fer fram mánaðarlega.  40 mínútla fræðslustundir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.   Ytri-Njarðvíkurkirkja
  1. 15 – Njarðvíkurskóli og Háaleitisskóli
  Safnaðarheimilið Innri Njarðvík
  1. 16 – Akurskóli
  2. 16:45- Stapaskóli
  Kennsluefni vetrarins:              
  • Líf með Jesú
  • Kennslumyndbönd
  • Sálmabókin
  • Biblían
Við fjöllum m.a um  Biblíuna, bænina, sorg og gleði, sjálfsmyndina, þakklæti, fyrirgefningu, sköpun, umhvernisvernd, trú og efa. Hátíðir kristinnar kirkju, altarissakramentið, jafnrétti, mannréttindi, þróunarhjálp og fleira. Undir lok fermingarfræðslunnar í vor, sendum við heim könnun úr efni vetrarins og hvetjum við fjölskylduna til að hjálpast að við að leysa hana.  Við það má nota kennslubækurnar, netið og hvað sem þarf til að svara spurningunum. Skoðið endilega þessa síðu hér fermingarfræðsla.is (fermingarfraedsla.is), en þar er hægt að hlusta á trúarjátninguna lesna sem og faðir vor og sitthvað fleira. Sumum finnst auðveldara að muna myndrænt og hér er skemmtileg aðferð truarjatning_og_bodordin.pdf (lindakirkja.is) til þess að læra trúarjátninguna og boðorðin tíu.   Það sem börnin eiga að kunna fyrir fermingu Það er ekkert viðtal/ próf en börnin skila heimaverkefni í lok fræðslunnar. Faðir vor Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Litla Biblían – Tvöfalda kærleiksboðorðið  Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn einkason, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh.3.16) Gullna reglan Jesús sagði: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera”. ​(Matt. 7:12). Trúarjátningin: Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra,fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf. Messusókn Fermingarbörn sækja 7-10  guðsþjónustur yfir veturinn. Tvær mætingar í æskulýðsfélagi geta komið í stað einnar messumætingar. Börnin fá í mesta lagi 3 messumætingar fyrir mætingu í æskylýðsfélag. Leiðtogar í unglingastarfi sjá um að skrá mætingu í unglingastarfi. Heimilt er að sækja guðsþjónustu hjá öðrum kirkjun en þá þurfa þau að annaðhvort fá stimpil og dagsetningu á miða eða sjálfu með prestinum. ​ Fyrsta sunnudag hvers mánaðar er guðsþjónusta í Njarðvíkurkirkju (innri) kl. 11:00 Aðra sunnudaga er guðsþjónusta kl 17:00 í Ytri-Njarðvíkurkirkju Börnin láta merkja við sig hjá kirkjuverði í lok messu. Símanotkun bönnuð í messum. Heimilt er að skrá ekki mætingu ef mikill ófriður er. Börnin bera ábyrgð á að láta merkja við sig að messu lokinni. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn brýni fyrir börnum sínum að umgangast kirkjuna og athafnir kirkjunnar af nærgætni og af virðingu við aðra sem til guðsþjónustu koma, hvort heldur sem er almenn guðsþjónusta eða barnaguðsþjónusta. Foreldar/forráðmenn eru eindregið hvattir til að fylgja börnum sínum í guðþjónustur!   Sálmabækur
  • Ekki er skylt en gaman að eiga.
  • Sniðugt að skrfa minnisversið inn í bókina.
  • Ef þið viljið að eitthvert okkar prestanna skrifi inn í bókina, má skila henni til okkar í vikunni fyrir athöfn.
  Fermingardagurinn
  • Öll fermingarbörn klæðast kyrtlum.
  • Mæta 30 mínútum fyrir athöfn.
  • Börnin fermast í stafrósröð.
  • Öll ganga til altaris með fjölskyldum.
  • Myndatökur heimalir (ekki með flassi).
  • Hægt að taka myndir af börnunum uppröðuðum eftir messu.
  • Ekki ljósmyndari á vegum kirknanna.

Details

Date:
mars 18
Time:
10:00 – 22:00
Cost:
Free
Event Category:
Website:
theme-fusion.com

Organizer

Njarðvíkursókn
Phone
421-5013
Email
skrifstofa@njardvikurkirkja.is
1234 Apple Avenue
New York City, NY 111111 United States
800-123-4567
View Venue Website

Share This Post, Choose Your Platform!

Go to Top